Vill breytingar á fyrningarfresti 29. apríl 2005 00:01 Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira