Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 06:00 Veðurviðvaranir á hádegi í dag. Veðurstofan Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Samgöngur Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira