Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva 17. desember 2011 08:30 Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga.Nordicphotos/AFP Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira