Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva 17. desember 2011 08:30 Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga.Nordicphotos/AFP Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira