Vaknaði við að bíllinn var á leiðinni út í skurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2018 12:45 „Ég var að koma frá Vestmannaeyjum. Við tókum Herjólf klukkan ellefu um kvöldið og ákváðum svo að keyra norður um nóttina. Ég var búinn að leggja mig um kvöldið í Eyjum og sofnaði og taldi mig vera nokkuð góðan, enda var þetta allt í lagi. Það voru ekki svona einhver merki þess að ég væri að fara að dotta. Ég var búinn að fara út reglulega en svo bara í Öxnadalnum þegar við erum komin langleiðina heim, þá bara gerist það að ég dotta og við tökum ekki eftir því fyrr en bíllinn er kominn út af og orðið of seint að gera neitt, þannig að við lendum ofan í skurði.“ Þannig lýsir Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri, umferðarslysi sem hann og fjölskylda hans lentu í aðfaranótt laugardags. Jóhannes sagði frá slysinu á Facebook-síðu sinni í gær og ræddi svo um það í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Jóhannes var að koma af fótboltamóti í Eyjum með fjölskyldunni. Hann segist hafa passað á því að verða ekki þreyttur, farið til dæmis reglulega út úr bílnum og hresst sig við, en samt dottað augnablik. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt því ég var bara alveg fyr og flamme þegar þetta gerist,“ segir Jóhannes.Bílbeltin sönnuðu gildi sitt Bíllinn fór svolitla vegalengd á grasbala og kastaðist ofan í skurð sem var framundan. Þá kom mikið högg og segist Jóhannes í raun hafa vaknað við það að bíllinn væri á leið ofan í skurðinn. Hann hafi ekki verið á miklum hraða, kannski um 90 km/klst, og segir hann að líklegast hafi það bjargað ansi miklu að vera ekki á meiri hraða. Loftbúðar í bílnum sprungu út og þá segir Jóhannes að öryggisbeltin hafi líka sannað gildi sitt. Aðspurður hvort að hann hafi rotast við höggið sem kom þegar bíllinn fór í skurðinn segir hann svo ekki vera, heldur hafi hann verið með fulla meðvitund allan tímann. „„Fyrsta hugsun var að komast aftur í til dóttur minnar og sjá hvernig hún hafði það. Hún var sofandi þegar þetta gerðist og ég vildi athuga standið á henni. Ég sparkaði upp hurðinni en bíllinn var nú mjög illa farinn,“ segir Jóhannes. Sjálfur hafi hann ekki hugsað um neinn sársauka heldur aðeins hugsað um það að komast aftur í til dóttur sinnar og athuga með hana.Ráðleggur fólki að keyra ekki þreytt eða um nætur Spurður hvernig dóttir hans hafi það segir hann að hún sé rispuð, skorin og bólgin en að öðru leyti bara góð; bílbeltið hafi haft mikið að segja. Eiginkona Jóhannesar fingurbrotnaði og brákaði bringubein en sjálfur fór hann verst út úr slysinu þar sem þrír mjóhryggjarliðir féllu saman. „Ég varð ekkert var við neinn sársauka. Það kom þarna bíll að og í honum var hjúkrunarfræðingur og tók það eiginlega yfir að sjá um dóttur mína. Það var eiginlega fyrst þá þegar ég fór aðeins frá bílnum sem ég uppgötvaði að það var ekki alveg í lagi með bakið.“ En er eitthvað sem hann vill koma á framfæri við aðra ökumenn þegar hann lítur til baka? „Já, málið er að við erum þarna að keyra á tíma sem maður er vanalega sofandi og þó svo að ég hafi lagt mig þarna um kvöldið, þá dreg ég það ekkert í efa, ég hef nú keyrt þetta þúsund sinnum á milli í gegnum árin, frá Akureyri til Reykjavíkur og öfugt, og þarna náttúrulega spilar inn í að maður svona ruglar aðeins í klukkunni og þessi svefnhöfgi svífur á mann. Ég var ekki farinn að finna fyrir þreytu, búinn að stoppa reglulega og fara út og svona hressa mig við og var meðvitaður um þetta, alltaf að passa mig á því. En ráðleggingin hjá mér við fólk er að vera ekki að keyra þreytt eða um nætur,“ segir Jóhannes.Hlusta má á viðtalið við Jóhannes í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
„Ég var að koma frá Vestmannaeyjum. Við tókum Herjólf klukkan ellefu um kvöldið og ákváðum svo að keyra norður um nóttina. Ég var búinn að leggja mig um kvöldið í Eyjum og sofnaði og taldi mig vera nokkuð góðan, enda var þetta allt í lagi. Það voru ekki svona einhver merki þess að ég væri að fara að dotta. Ég var búinn að fara út reglulega en svo bara í Öxnadalnum þegar við erum komin langleiðina heim, þá bara gerist það að ég dotta og við tökum ekki eftir því fyrr en bíllinn er kominn út af og orðið of seint að gera neitt, þannig að við lendum ofan í skurði.“ Þannig lýsir Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri, umferðarslysi sem hann og fjölskylda hans lentu í aðfaranótt laugardags. Jóhannes sagði frá slysinu á Facebook-síðu sinni í gær og ræddi svo um það í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Jóhannes var að koma af fótboltamóti í Eyjum með fjölskyldunni. Hann segist hafa passað á því að verða ekki þreyttur, farið til dæmis reglulega út úr bílnum og hresst sig við, en samt dottað augnablik. „Þetta var eiginlega óskiljanlegt því ég var bara alveg fyr og flamme þegar þetta gerist,“ segir Jóhannes.Bílbeltin sönnuðu gildi sitt Bíllinn fór svolitla vegalengd á grasbala og kastaðist ofan í skurð sem var framundan. Þá kom mikið högg og segist Jóhannes í raun hafa vaknað við það að bíllinn væri á leið ofan í skurðinn. Hann hafi ekki verið á miklum hraða, kannski um 90 km/klst, og segir hann að líklegast hafi það bjargað ansi miklu að vera ekki á meiri hraða. Loftbúðar í bílnum sprungu út og þá segir Jóhannes að öryggisbeltin hafi líka sannað gildi sitt. Aðspurður hvort að hann hafi rotast við höggið sem kom þegar bíllinn fór í skurðinn segir hann svo ekki vera, heldur hafi hann verið með fulla meðvitund allan tímann. „„Fyrsta hugsun var að komast aftur í til dóttur minnar og sjá hvernig hún hafði það. Hún var sofandi þegar þetta gerðist og ég vildi athuga standið á henni. Ég sparkaði upp hurðinni en bíllinn var nú mjög illa farinn,“ segir Jóhannes. Sjálfur hafi hann ekki hugsað um neinn sársauka heldur aðeins hugsað um það að komast aftur í til dóttur sinnar og athuga með hana.Ráðleggur fólki að keyra ekki þreytt eða um nætur Spurður hvernig dóttir hans hafi það segir hann að hún sé rispuð, skorin og bólgin en að öðru leyti bara góð; bílbeltið hafi haft mikið að segja. Eiginkona Jóhannesar fingurbrotnaði og brákaði bringubein en sjálfur fór hann verst út úr slysinu þar sem þrír mjóhryggjarliðir féllu saman. „Ég varð ekkert var við neinn sársauka. Það kom þarna bíll að og í honum var hjúkrunarfræðingur og tók það eiginlega yfir að sjá um dóttur mína. Það var eiginlega fyrst þá þegar ég fór aðeins frá bílnum sem ég uppgötvaði að það var ekki alveg í lagi með bakið.“ En er eitthvað sem hann vill koma á framfæri við aðra ökumenn þegar hann lítur til baka? „Já, málið er að við erum þarna að keyra á tíma sem maður er vanalega sofandi og þó svo að ég hafi lagt mig þarna um kvöldið, þá dreg ég það ekkert í efa, ég hef nú keyrt þetta þúsund sinnum á milli í gegnum árin, frá Akureyri til Reykjavíkur og öfugt, og þarna náttúrulega spilar inn í að maður svona ruglar aðeins í klukkunni og þessi svefnhöfgi svífur á mann. Ég var ekki farinn að finna fyrir þreytu, búinn að stoppa reglulega og fara út og svona hressa mig við og var meðvitaður um þetta, alltaf að passa mig á því. En ráðleggingin hjá mér við fólk er að vera ekki að keyra þreytt eða um nætur,“ segir Jóhannes.Hlusta má á viðtalið við Jóhannes í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira