Innlent

Nauðgunarkæra: Sá grunaði laus úr haldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Bestu hátíðinni þar sem fólk var látið blása í mæli áður en það yfirgaf svæðið.
Frá Bestu hátíðinni þar sem fólk var látið blása í mæli áður en það yfirgaf svæðið.
Manninum sem grunaður er um nauðgun á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan rannsakar málið og skýrslur hafa verið teknar af málsaðilum og vitnum.

Nauðgunin var kærð á aðfararnótt laugardagsins og rannsakar lögreglan á Selfossi málið. Stúlkan sem varð fyrir árásinni var flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota. Karlmaður var síðan handtekinn vegna þessa og yfirheyrður af lögreglu. Fólkið sem um ræðir er á þrítugsaldri og að sögn lögreglunnar á Selfossi átti atvikið sér stað í tjaldi á Gaddstaðaflötum en um 5 - 6 þúsund manns sóttu hátíðina að þessu sinni. Málið er í rannsókn og bíður lögreglan nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum og frekari gögnum. Auk þess hafa vitni verið yfirheyrð.

Maður sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi þegar hann var að fylla á gaskút á paintball byssu liggur enn á gjörgæslu. Sprenging varð og eldur kviknaði með þeim afleiðingum að hann brenndist illa á andliti, á höndum og á fótum. Að sögn vakthafandi læknis er ástand mannsins mjög stöðugt og er hann undir eftirliti. Vinnueftirlitið og rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×