Illan þef leggur langar leiðir Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 9. júlí 2012 12:17 Sveinn Magnússon er talsmaður sumarhúsaeigenda. mynd/ hari. Sumarhúsaeigendur í Bláskógabyggð eru orðnir langþreyttir á að keyra illa þefjandi heimilissorp marga tugi kílómetra þar sem sveitarfélagið hefur ekki sett niður gáma á svæðinu líkt og því ber skylda til. Kærunefnd um hollustu og mengunarvarnir úrskurðaði í júní 2010 að sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð ættu rétt á urða heimilissorp í námunda við sumarhúsasvæði sín en sveitarfélögin voru á þeim tíma búin að fjarlægja ruslagáma sem þar voru. Nú tveimur árum síðar segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, Bláskógabyggð enn ekki hafa framfylgt úrskurðinum. „Sveitarfélagið er að benda á það að það geti sett þetta í sorpeyðingarstöðvar en þær eru bara tvær sem engan veginn er hægt að nálgast á réttri leið heim til sín," segir Sveinn. „Það hefur þau áhrif að fólk er að safna þessu í poka og er síðan að fara með sorp í bæinn eftir dvöl um helgi eða hvað í sumarhúsi sínu með bílinn illa þefjandi alla leið í stað þess að eiga rétt á því sem lög og reglur bjóða að geta sett heimilissorpið í gám í nánd við sumarhúsasvæðið." Sveinn segir ástandið snerta þúsundir manna. „Í hverri kjarnafjölskyldu eru kringum fjórir, við erum að tala um kannski á annan tug þúsunda manna sem þetta snertir beint og óbeint. Fólk er mjög reitt og vill jafnvel skilja þetta eftir hjá sveitarstjórnarskrifstofunum í Bláskógabyggðinni. Að sjálfsögðu segi ég að það sé ekki hægt, við verðum bara að fara aðrar leiðir með sorpið eins og við erum að gera í dag en það er ekki rétt við eigum ekki að þurfa að gera það." Hann bendir á að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun hafi verið með málið til meðferðar án þess að nokkuð hafi verið að gert en stofnanirnar geta beitt sveitarfélaginu dagsektum og eða sett niður gáma á kostnað þess. „Næsta skref erUumboðsmaður alþingis ef ekkert gerist næstu daga því það liggur fyrir að umhverfisstofnun er ákkúrat að gera ekki neitt. Ráðuneytið lofaði að fara í málið en það hefur ekki gert neitt. Við sjáum ekki neinar úrlausnir, hvað við getum í raun og veru gert," segir Sveinn Guðmundsson formaður Landssambands sumarhúsaeigenda Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Sumarhúsaeigendur í Bláskógabyggð eru orðnir langþreyttir á að keyra illa þefjandi heimilissorp marga tugi kílómetra þar sem sveitarfélagið hefur ekki sett niður gáma á svæðinu líkt og því ber skylda til. Kærunefnd um hollustu og mengunarvarnir úrskurðaði í júní 2010 að sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð ættu rétt á urða heimilissorp í námunda við sumarhúsasvæði sín en sveitarfélögin voru á þeim tíma búin að fjarlægja ruslagáma sem þar voru. Nú tveimur árum síðar segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, Bláskógabyggð enn ekki hafa framfylgt úrskurðinum. „Sveitarfélagið er að benda á það að það geti sett þetta í sorpeyðingarstöðvar en þær eru bara tvær sem engan veginn er hægt að nálgast á réttri leið heim til sín," segir Sveinn. „Það hefur þau áhrif að fólk er að safna þessu í poka og er síðan að fara með sorp í bæinn eftir dvöl um helgi eða hvað í sumarhúsi sínu með bílinn illa þefjandi alla leið í stað þess að eiga rétt á því sem lög og reglur bjóða að geta sett heimilissorpið í gám í nánd við sumarhúsasvæðið." Sveinn segir ástandið snerta þúsundir manna. „Í hverri kjarnafjölskyldu eru kringum fjórir, við erum að tala um kannski á annan tug þúsunda manna sem þetta snertir beint og óbeint. Fólk er mjög reitt og vill jafnvel skilja þetta eftir hjá sveitarstjórnarskrifstofunum í Bláskógabyggðinni. Að sjálfsögðu segi ég að það sé ekki hægt, við verðum bara að fara aðrar leiðir með sorpið eins og við erum að gera í dag en það er ekki rétt við eigum ekki að þurfa að gera það." Hann bendir á að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun hafi verið með málið til meðferðar án þess að nokkuð hafi verið að gert en stofnanirnar geta beitt sveitarfélaginu dagsektum og eða sett niður gáma á kostnað þess. „Næsta skref erUumboðsmaður alþingis ef ekkert gerist næstu daga því það liggur fyrir að umhverfisstofnun er ákkúrat að gera ekki neitt. Ráðuneytið lofaði að fara í málið en það hefur ekki gert neitt. Við sjáum ekki neinar úrlausnir, hvað við getum í raun og veru gert," segir Sveinn Guðmundsson formaður Landssambands sumarhúsaeigenda
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira