Innlent

Þrjátíu prósent fiskveiðistofna ofveidd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 30% af fiskveiðistofnum í heiminum eru ofveidd, samkvæmt nýrri skýrslu sem Matvælaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, eða FAO opinberaði í dag. Þetta er örlítil lægra hlutfall en á undanförnum tveimur árum. Tölurnar benda hins vegar eindregið til þess að ofveiði sé vandamál sem nauðsynlegt sé að fást við. Um 57% af fiskveiðistofnunum eru fullnýttir, samkvæmt sömu tölum. Í skýrslunni er varað við ofveiði. Hún geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Hún geti einnig dregið úr framleiðslu fiskafurða sem leiði til neikvæðra félagslegra og efnahagslegra afleiðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×