„Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:25 Ferðamenn sjást hér við Gullfoss en búast má við því að lítið verði um erlenda ferðamenn við fossinn í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira