Fyrirtæki Guðfinnu fengið 50 milljónir frá hinu opinbera án útboða Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2015 07:00 Landspítalinn hefur ekki gert samning við LC ráðgjöf frá árinu 2009. Síðan þá hafa tugir milljóna runnið til fyrirtækisins. Enginn samningur er í gildi milli fyrirtækisins og spítalans en sjö milljónir hafa farið til fyrirtækisins á þessu ári. LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46
Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45