Elísabet kynntist fyrrverandi manni sínum almennilega þegar þau skildu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Elísabet Reynisdóttir hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira