Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 15:23 Femínistar úti í hinum stóra heimi telja Sigmund Davíð til sinna öflugustu bandamanna. visir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er einn fremsti karlkynsfemínisti heims að mati Financial Times. Hann er þar í hópi manna á borð við Sir Richard Branson hjá Vigin, Vivek Wadhwa sem er höfundur „Innovating Women: the Changin Face of Technology og Anton Jenkins sem er fyrrum framkvæmdastjóri Barclays. Financial Times birti um miðjan síðasta mánuð úttekt þar sem nefndar eru helst vonarstjörnur á annars skýjuðum himni jafnréttismálanna; karlkyns femínista. Úttektina er að finna í þeim hluta blaðsins sem er undir yfirskriftinni Konur í viðskiptum.Jöfn laun kynja árið 2022Þetta eru sem sagt engar smákanónur sem okkar maður er í hópi með, en yfirskriftin á greininni þar sem farið er í saumana á afrekum þeirra sem tilnefndir eru sem sannir femínistar er: „FT´s top feminist men help women succeed in business and beyond“. Í klausu þar sem gerð er grein fyrir helstu afrekum Sigmundar Davíðs sem karlfemínista er sagt að hann hafi farið fyrir flokki í UN Women HeForShe-herferðinni og þá hyggist hann koma á jöfnum hlut kvenna og karla í stétt blaðamanna. Það eru fréttir hér á Fróni, því ekki er vitað hvernig hann ætlar að bera sig að við það, né heldur er vitað hvaða heimildir FT hefur fyrir þessu. Auk þess er sagt að hann ætli að laga að fullu launamun milli kynja 2022. Jöfn laun kynja árið 2022. Líkast til er þar vísað til þess sem hér segir.Hættu að nota mig og kynsystur mínar!Víst er að afrek Sigmundar Davíðs eru ekki óumdeild á þessu sviði, kannski fremur en öðrum og má ef til vill segja um forsætisráðherra vorn að þar sannist hið forkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þannig birtist harðskeytt grein í Kvennablaðinu nýverið, einmitt um svipað efni þar sem Hólmfríður Berentsdóttir hjúkrunarfræðingur beinlíns frábiður sér það að Sigmundur Davíð noti sig og kynsystur sínar sér til framdráttar. Hún vísar meðal annars til þess þegar lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og segir meðal annars, og sparar sig hvergi: „Sigmundur Davíð, hættu að nota mig og kynsystur mínar til að fróa þínu egói á alþjóðavettvangi og farðu að laga til heima hjá þér. Þetta fólk, sem þú þykist vera að stæra þig við, hefur internet og getur fylgst með afglöpum þínum úr fjarlægð,“ skrifar Hólmfríður en ólíklegt er að rödd hennar nái eyrum þeirra á Financial Times.Þeir hinir tilnefndu Til nánari glöggvunar á því mannvali sem Sigmundur Davíð tilheyrir þá eru eftirfarandi sem sagt tíu verðugir sem FT tilnefnir sérstaklega og gefst svo áskrifendum kostur á að kjósa á milli þeirra sem „our champions of women“.Sir Win Bischoff — member 30% ClubSir Richard Branson — Virgin Group founderSigmundur Davíð Gunnlaugsson — prime minister, IcelandMatt Groening — creator of The SimpsonsAntony Jenkins — Barclays’ former chief executiveJoe Keefe — chief executive, Pax World FundsJosh Levs — CNN journalistJean-Pascal Tricoire — Schneider Electric chief executiveJames Turley — former EY chief executiveVivek Wadhwa — tech sector critic
Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira