„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2020 21:00 Andrea Eyland ræddi við Auði Bjarnadóttur jógakennara í þættinum Óskalistinn í hlaðvarpinu Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban. Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00