Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2020 20:00 Vignir Bollason sérhæfir sig í því að aðstoða ófrískar konur. Aðsend mynd Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“