„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2020 20:00 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði og fleira tengt fæðingum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni. Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni.
Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00