Innlent

Fulltrúar Wikileaks á Íslandi

Kaupþing. Lánabók bankans má finna á Wikileaks.
Kaupþing. Lánabók bankans má finna á Wikileaks.

Tveir fulltrúar frá WikiLeaks, Daniel Schmitt og Julian Assange, eru staddir hérlendis í tengslum við ráðstefnu Félags um Stafrænt frelsi (FSFÍ), sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun klukkan 10 um morgunin.

Um kvöldið stendur Hreyfingin fyrir fundi í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, þriðjudaginn 1. desember, þar sem rætt verður við Daneil og Julian.

Meginefni fundarins verður kynning Daniel og Julian á WikiLeaks og hugmyndunum sem þar liggja að baki. Í framhaldi verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.

Í tilkynningu segir að það sé ljóst er að einhverjir, einhversstaðar, liggja á upplýsingum á borð við lánabók Kaupþings. Því fleiri sem kunna skil á WikiLeaks og því öryggi sem síðan veitir heimildamönnum sínum, því líklegra er að mikilvægar upplýsingar rati fyrir augu almennings í gegnum síðuna.

Fundurinn hefst 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×