Innlent

Vilja móta reglur um greiðslur

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Vilja reglur Sjálfstæðismenn vilja reglur um byggingarétt.
Vilja reglur Sjálfstæðismenn vilja reglur um byggingarétt. Fréttablaðið/Rósa
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi á fimmtudag um að mótaðar yrðu reglur um greiðslur fyrir aukinn byggingarrétt á þegar byggðum eða úthlutuðum lóðum.

Lögðu þeir til að mótuð yrði gjaldskrá fyrir aukinn byggingarrétt sem fenginn sé með breyttu deiluskipulagi hvort sem um er að ræða óbyggðar lóðir eða þar sem byggingarmagn er aukið verulega í eldri hverfum.

Tóku þeir fram að í nýrri gjaldskrá þyrfti að taka tillit til þess að slíkt gjald hefði ekki áhrif á einstaklinga sem hyggjast ráðast í eðlilegar endurbætur. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×