Svipt fjárræði yfir syni sínum Sveinn Arnarson skrifar 13. desember 2014 12:00 Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Vísir/Vilhelm „Þetta er réttlætismál. Völdin voru tekin af mér og ég var svipt völdum yfir 17 ára syni mínum, dreng sem ég ber alla ábyrgð á. Þjóðskrá yppir bara öxlum og telur sig ekkert geta gert,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, móðir 17 ára drengs. Eftir að Hulda Ragnheiður skráði sig í sambúð svipti Þjóðskrá hana fjárhagslegu forræði yfir syninum, þrátt fyrir að hún væri með fullt forræði og forsjá yfir honum. Hulda Ragnheiður og sambýlismaður hennar skráðu sig í sambúð fyrir skömmu. Hulda Ragnheiður hafði í áratug haft ein fullt og óskorað forræði yfir syni sínum og var hann í hennar forsjá. Við það að Hulda og sambýlismaður hennar skráðu sig í sambúð hætti hún að fá senda reikninga stílaða á son hennar. „Ég fæ þau svör frá Þjóðskrá að það sé vegna þess að sambýlismaður minn er eldri en ég. Reglurnar hjá stofnuninni eru einfaldar og eru á þá leið að sá sem elstur er á heimilinu hafi þá höfuðábyrgð að taka við öllum reikningum ófjárráða barna sem skráð eru á sama heimilisfangi. Nú hefur þessu verið breytt, gegn vilja mínum, eftir áratugalangt sjálfstæði. Sem sjálfstæð kona þykir mér þetta ákveðin niðurlæging.“ Hulda taldi í fyrstu að um smávægileg mistök hefði verið að ræða þegar reikningur frá heilsugæslu kom inn um lúguna, stílaður á sambýlismann hennar. „Við hlógum yfir þessu og héldum að einhver á heilsugæslustöðinni hefði ákveðið þetta sisona sjálfur. Við eftirgrennslan kom allt annað í ljós. Þetta er komið út um allt kerfi. Bankarnir kaupa gagnagrunna af Þjóðskrá. Reikningar koma því ekki á heimabankann minn, ekki heimabanka sonar míns, heldur sambýlismanns míns,“ segir Hulda Ragnheiður.Þjóðskrá skráir engin vensl. Fréttablaðið/VilhelmEngin vensl skráð hjá Þjóðskrá. Ingveldur Hafdís Karlsdóttir, deildarstjóri almannaskráningar Þjóðskrár, segir kröfur samfélagsins kalla á breytingar. „Þjóðskrá hvorki skráir forræði barna né tengsl þeirra. Börn undir lögaldri eru hins vegar tengd fjölskyldunúmeri þess sem er elstur á lögheimili barnsins. Það segir ekkert um forsjá barnsins né hverjir eru foreldrar þess. Rétt er að vekja athygli á því að Þjóðskrá Íslands er fullkunnugt um nauðsyn þess að börn séu vensluð við foreldra í Þjóðskrá óháð því hvar lögheimili þeirra eru skráð. Skráning slíkra upplýsinga er nauðsynleg fyrir hinar ýmsu stofnanir, fyrirtæki og ekki síst foreldra barna. Mikill vilji er hjá Þjóðskrá Íslands til þess að skrá og fanga vensl barna við foreldra í Þjóðskrá og miðla þeim upplýsingum áfram. Hins vegar hefur ekkert fjármagn fengist til þess að þróa þjóðskrárkerfið og því lítið áunnist í að koma til móts við þarfir hagsmunaaðila þótt viljinn sé sannarlega fyrir hendi. Hulda Ragnheiður segir þetta kannski ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf sitt en geta kannski skipt höfuðmáli fyrir aðra sem búa við sömu aðstæður,“ segir Ingveldur Hafdís. Hluda Ragnheiður telur stofnunina þurfa að mæta breyttum högum fólks og ólíkum þjóðfélagsgerðum. „Þjóðskrá segir þetta vera þær reglur sem hún vinni eftir. Nú er fjölskyldan ein heild á einu fjölskyldunúmeri og ekkert hægt að breyta því. Horft er blint á fjölskyldunúmerið í gagnagrunninum án þess að horft sé á fjölskyldumynstrið. Það er enginn vandi að breyta þessum reglum og færa þær í átt að nútímanum.“ Hulda Ragnheiður og sambýlismaður hennar eru með aðskilinn fjárhag og stefna þau ekki á að breyta því. „Hver stofnunin bendir á aðra til að lagfæra skráninguna; Þjóðskrá bendir á bankann, bankinn á sýslumannsembættið sem aftur bendir mér á Þjóðskrá.“„Tölvan segir nei“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, er einn þeirra sem hafa sett fram gagnrýni á gagnagrunna Þjóðskrár og flutt þingmál sem taka á skráningu barna og ólíkum fjölskyldugerðum. „Tölvan er allt of mikið að segja nei hjá Þjóðskrá. Við í Bjartri framtíð höfum verið með þingmál sem taka á þessu og verið samþykkt. Til dæmis að það þurfi að uppfæra skráningu á ólíkum fjölskyldumynstrum, að börn búa til dæmis á tveimur heimilum og umgengnisforeldrar eru líka foreldrar sem þarf að skrá sérstaklega. Þetta snýst fyrst og fremst um að veruleiki barna er miklu flóknari en endurspeglast í tölvu Þjóðskrár. Það er greinilegt að það þarf að gera meira og gagnagrunnur Þjóðskrár verður að endurspegla veruleikann. Ég efast ekki um að starfsmenn Þjóðskrár séu allir af vilja gerðir til að laga þetta. Tölvan verður að fara að segja meira já,“ segir Guðmundur. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta er réttlætismál. Völdin voru tekin af mér og ég var svipt völdum yfir 17 ára syni mínum, dreng sem ég ber alla ábyrgð á. Þjóðskrá yppir bara öxlum og telur sig ekkert geta gert,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, móðir 17 ára drengs. Eftir að Hulda Ragnheiður skráði sig í sambúð svipti Þjóðskrá hana fjárhagslegu forræði yfir syninum, þrátt fyrir að hún væri með fullt forræði og forsjá yfir honum. Hulda Ragnheiður og sambýlismaður hennar skráðu sig í sambúð fyrir skömmu. Hulda Ragnheiður hafði í áratug haft ein fullt og óskorað forræði yfir syni sínum og var hann í hennar forsjá. Við það að Hulda og sambýlismaður hennar skráðu sig í sambúð hætti hún að fá senda reikninga stílaða á son hennar. „Ég fæ þau svör frá Þjóðskrá að það sé vegna þess að sambýlismaður minn er eldri en ég. Reglurnar hjá stofnuninni eru einfaldar og eru á þá leið að sá sem elstur er á heimilinu hafi þá höfuðábyrgð að taka við öllum reikningum ófjárráða barna sem skráð eru á sama heimilisfangi. Nú hefur þessu verið breytt, gegn vilja mínum, eftir áratugalangt sjálfstæði. Sem sjálfstæð kona þykir mér þetta ákveðin niðurlæging.“ Hulda taldi í fyrstu að um smávægileg mistök hefði verið að ræða þegar reikningur frá heilsugæslu kom inn um lúguna, stílaður á sambýlismann hennar. „Við hlógum yfir þessu og héldum að einhver á heilsugæslustöðinni hefði ákveðið þetta sisona sjálfur. Við eftirgrennslan kom allt annað í ljós. Þetta er komið út um allt kerfi. Bankarnir kaupa gagnagrunna af Þjóðskrá. Reikningar koma því ekki á heimabankann minn, ekki heimabanka sonar míns, heldur sambýlismanns míns,“ segir Hulda Ragnheiður.Þjóðskrá skráir engin vensl. Fréttablaðið/VilhelmEngin vensl skráð hjá Þjóðskrá. Ingveldur Hafdís Karlsdóttir, deildarstjóri almannaskráningar Þjóðskrár, segir kröfur samfélagsins kalla á breytingar. „Þjóðskrá hvorki skráir forræði barna né tengsl þeirra. Börn undir lögaldri eru hins vegar tengd fjölskyldunúmeri þess sem er elstur á lögheimili barnsins. Það segir ekkert um forsjá barnsins né hverjir eru foreldrar þess. Rétt er að vekja athygli á því að Þjóðskrá Íslands er fullkunnugt um nauðsyn þess að börn séu vensluð við foreldra í Þjóðskrá óháð því hvar lögheimili þeirra eru skráð. Skráning slíkra upplýsinga er nauðsynleg fyrir hinar ýmsu stofnanir, fyrirtæki og ekki síst foreldra barna. Mikill vilji er hjá Þjóðskrá Íslands til þess að skrá og fanga vensl barna við foreldra í Þjóðskrá og miðla þeim upplýsingum áfram. Hins vegar hefur ekkert fjármagn fengist til þess að þróa þjóðskrárkerfið og því lítið áunnist í að koma til móts við þarfir hagsmunaaðila þótt viljinn sé sannarlega fyrir hendi. Hulda Ragnheiður segir þetta kannski ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf sitt en geta kannski skipt höfuðmáli fyrir aðra sem búa við sömu aðstæður,“ segir Ingveldur Hafdís. Hluda Ragnheiður telur stofnunina þurfa að mæta breyttum högum fólks og ólíkum þjóðfélagsgerðum. „Þjóðskrá segir þetta vera þær reglur sem hún vinni eftir. Nú er fjölskyldan ein heild á einu fjölskyldunúmeri og ekkert hægt að breyta því. Horft er blint á fjölskyldunúmerið í gagnagrunninum án þess að horft sé á fjölskyldumynstrið. Það er enginn vandi að breyta þessum reglum og færa þær í átt að nútímanum.“ Hulda Ragnheiður og sambýlismaður hennar eru með aðskilinn fjárhag og stefna þau ekki á að breyta því. „Hver stofnunin bendir á aðra til að lagfæra skráninguna; Þjóðskrá bendir á bankann, bankinn á sýslumannsembættið sem aftur bendir mér á Þjóðskrá.“„Tölvan segir nei“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, er einn þeirra sem hafa sett fram gagnrýni á gagnagrunna Þjóðskrár og flutt þingmál sem taka á skráningu barna og ólíkum fjölskyldugerðum. „Tölvan er allt of mikið að segja nei hjá Þjóðskrá. Við í Bjartri framtíð höfum verið með þingmál sem taka á þessu og verið samþykkt. Til dæmis að það þurfi að uppfæra skráningu á ólíkum fjölskyldumynstrum, að börn búa til dæmis á tveimur heimilum og umgengnisforeldrar eru líka foreldrar sem þarf að skrá sérstaklega. Þetta snýst fyrst og fremst um að veruleiki barna er miklu flóknari en endurspeglast í tölvu Þjóðskrár. Það er greinilegt að það þarf að gera meira og gagnagrunnur Þjóðskrár verður að endurspegla veruleikann. Ég efast ekki um að starfsmenn Þjóðskrár séu allir af vilja gerðir til að laga þetta. Tölvan verður að fara að segja meira já,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira