Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2014 12:42 Klippan til vinstri er úr dreifibréfi sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla. Vísir/Ernir Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Kirkjuheimsókn nemenda í Langholtsskóla í næstu viku brýtur í bága við samskiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög þar sem flytja áhugvekju. Þetta segir varaformaður skóla- og frístundasviðs og að kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni.Í dreifiriti sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla segir að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur.Vísir/AntonLíf Magneudóttur, varaborgarfulltrúi Vinstri- grænna, vakti í vikunni athygli á því á facebooksíðu sinni að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fari í næstu viku í heimsókn í Langholtskirkju. Líf er bæði formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundasviðs. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá telur hún heimsóknina brjóta í bága við samkiptareglur Reykjavíkurborgar við trúfélög sem samþykktar voru árið 2012. Líf bendir á dreifirit, sem sent var til foreldra barna í Langholtsskóla, þar sem fram kemur að prestur muni flytja hugvekja á meðan á heimsókninni stendur. Líf telur það vera brot á samskiptareglunum þar sem trúboð á skólatíma er ekki leyfilegt.Grunnskólabörnin eru á leið í Langholtskirkju í næstu viku.Vísir/TeiturAðspurð um það hvað skólastjórnendur þurfi að hafa í huga í heimsóknum með nemendur í kirkjur segir Líf: „Það er auðvitað það að þetta sé liður í fræðslu eins og stendur í þessum samskiptareglum og að það sé undir handleiðslu kennara alltaf og það þetta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Þannig að svona ferðir um hver einustu jól í tíu ára grunnskólagöngu barna ég set alveg spurningarmerki við það. Það er í sjálfu sér að því ekkert að því að heimsækja trúfélög í kringum hátíðir þeirra eða helgisiði en það þarf að vera mjög skýrt að það sé liður í fræðslu.“ Líf segir skóla- og frístundasviði hafa borist bæði kvartanir og ábendingar frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni fyrir jólin. „ Það er líka þannig að það er vont, af því grunnskólinn á að vera hlutlaus stofnun og hún á að vera fyrir öll börn af því öll börn eru skyldug til þess að ganga í grunnskóla í tíu ár, það er vont að taka börn út fyrir og skilja eftir og þá velti ég fyrir mér er þá ekki best að gera eitthvað sem að allir geta tekið þátt í þannig að þú ert ekki að stía hópnum í sundur,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira