Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 22:05 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira