Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 10:53 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48