Forræðishyggja á gamlárskvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2018 12:30 Skógræktarmenn óttast sóðaskap við Hvaleyrarvatn. Fréttablaðið/Ernir „Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn. Hafnarfjörður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
„Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn.
Hafnarfjörður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira