Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku 9. desember 2010 06:45 Hluti af vandanum er að borgin á ekki margar hentugar lóðir fyrir moskur, segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira