Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:34 Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira