Innlent

Líklega tekin afstaða í dag

Hæstiréttur tekur væntanlega afstöðu í dag til kæru á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur Palestínumönnum, sem vísa á úr landi. Mennirnir komu til Íslands með Norrænu í byrjun maí og framvísuðu fölsuðum eða stolnum vegabréfum við komuna til landsins. Þeir voru handteknir og óskuðu eftir hæli, en lögregluna grunaði að þeir tengdust alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þeir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald, sem rann út síðastliðinn miðvikudag, en þeir voru handteknir aftur af fulltrúum ríkislögreglustjóra, og úrskurðaðir í varðhald þar til þeim yrði vísað úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×