Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 17:45 Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira