"Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg“ ingvar haraldsson skrifar 4. apríl 2016 11:41 „Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“ Panama-skjölin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
„Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“
Panama-skjölin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira