Brutu sjöfalt gler og náðu skartgripum fyrir hátt í tvær og hálfa milljón: „Þetta er ömurlegt í alla staði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. apríl 2020 19:00 Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira