Lífið

Miðbærinn nánast mannlaus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ungur maður á hlaupahjóli á Austurstræti.
Ungur maður á hlaupahjóli á Austurstræti. Vísir/Vilhelm

Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð.

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett svip sinn á næturlífið en alla jafna er mikið um að vera á veitingahúsum og skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur en annað var á daginn í gærkvöldi.

Tíu mynda syrpu Villa má sjá hér að neðan.

Villi gægðist inn um glugga á Tíu Sopum við Laugaveg.Vísir/Vilhelm
Skemmtistaðurinn B5 á Bankastræti boðar opnun þegar almannavarnir gefa grænt ljós.Vísir/Vilhelm
Lögreglan vaktar götur miðbæjarins.Vísir/Vilhelm
Eitthvað hefur verið um að vera á Lebowski í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm
Lækjargata tóm fyrir utan einn einmana leigubíl.Vísir/Vilhelm
Veitingamennirnir á Mandi eru alltaf hressir en alla jafna er staðurinn stútfullur um helgar.Vísir/Vilhelm
Pylsuvagninn var lokaður í nótt.Vísir/Vilhelm
Laugavegurinn var nánast mannlaus í nótt.Vísir/Vilhelm
Skemmtistaðir hafa verið lokaðir í um mánuð en þeir munu ekki opna aftur fyrr en í fyrsta lagi í júní.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×