Segir kynjafræðinga hafa svínbeygt forráðamenn Háskólans Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 07:00 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar í mál við Háskóla Íslands. Forráðamenn HÍ fá falleinkunn hjá Jóni sem segir þá ljúga til um hvernig í málum liggur til að koma sér undan ábyrgð.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann vilji láta á það reyna hvort dómstóll götunnar komist framvegis upp með að ráða gangi mála við háskólann. Eða hvort standa beri vörð um réttarríkið og grundvallarmannréttindi. Í greininni rekur Jón Baldvin málin eins og þau horfða við sér, "hinar raunverulegu ástæður", aðdraganda þess að fallið var frá því að ráða hann sem kennara við stjórnmáladeild skólans. Forráðamenn Háskóla Íslands fá ekki háa einkunn hjá Jóni Baldvin og segir hann framgöngu þeirra einkennast af ráðaleysi og því að vilja koma sér undan ábyrgð með "eftiráspuna". Alvarleg hlýtur að teljast ásökun hans um að þeir hreinlega ljúgi til um hvernig í málinu liggur og viljað koma ábyrgðinni yfir á Baldur Þórhallsson prófessor. Fyrst var Jóni Baldvin tilkynnt að kennarar við kynjafræði hafi skriflega mótmælt ráðningu hans. Þetta var að mánudegi 26. ágúst. Stjórn deildarinnar hafði setið maraþonfundi og hlustað á óhróður um persónu Jóns, eins og Jón Baldvin leggur málið upp, en þeir hjá Háskólanum fullvissuðu Jón Baldvin engu að síður um að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Strax næsta dag kvað við annan tón, þá tjáðu ráðamenn Jóni að þeir hefðu misst alla stjórn á umræðunni því að heiftin og ofstækið kynnu sér engin takmörk. Þeir væru að niðurlotum komnir. "Þeim þætti miður að hafa tælt mig inn í þennan ormagarð. Þeir spurðust fyrir um hvort mér væri ekki fyrir bestu að draga mig til baka. Það myndi um leið létta þungum krossi af þeirra herðum," segir í grein Jóns Baldvins, sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu og á hér á Vísi. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson ætlar í mál við Háskóla Íslands. Forráðamenn HÍ fá falleinkunn hjá Jóni sem segir þá ljúga til um hvernig í málum liggur til að koma sér undan ábyrgð.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann vilji láta á það reyna hvort dómstóll götunnar komist framvegis upp með að ráða gangi mála við háskólann. Eða hvort standa beri vörð um réttarríkið og grundvallarmannréttindi. Í greininni rekur Jón Baldvin málin eins og þau horfða við sér, "hinar raunverulegu ástæður", aðdraganda þess að fallið var frá því að ráða hann sem kennara við stjórnmáladeild skólans. Forráðamenn Háskóla Íslands fá ekki háa einkunn hjá Jóni Baldvin og segir hann framgöngu þeirra einkennast af ráðaleysi og því að vilja koma sér undan ábyrgð með "eftiráspuna". Alvarleg hlýtur að teljast ásökun hans um að þeir hreinlega ljúgi til um hvernig í málinu liggur og viljað koma ábyrgðinni yfir á Baldur Þórhallsson prófessor. Fyrst var Jóni Baldvin tilkynnt að kennarar við kynjafræði hafi skriflega mótmælt ráðningu hans. Þetta var að mánudegi 26. ágúst. Stjórn deildarinnar hafði setið maraþonfundi og hlustað á óhróður um persónu Jóns, eins og Jón Baldvin leggur málið upp, en þeir hjá Háskólanum fullvissuðu Jón Baldvin engu að síður um að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Strax næsta dag kvað við annan tón, þá tjáðu ráðamenn Jóni að þeir hefðu misst alla stjórn á umræðunni því að heiftin og ofstækið kynnu sér engin takmörk. Þeir væru að niðurlotum komnir. "Þeim þætti miður að hafa tælt mig inn í þennan ormagarð. Þeir spurðust fyrir um hvort mér væri ekki fyrir bestu að draga mig til baka. Það myndi um leið létta þungum krossi af þeirra herðum," segir í grein Jóns Baldvins, sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu og á hér á Vísi.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira