„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020. Vísir/Sigurjón Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi. Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi.
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira