Vonast til að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta óprúttna strætófarþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“ Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58
Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34