„Ég er örugglega frekur karl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 12:23 Daníel Jakobsson var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2010 til 2014. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47