Landspítala gert að hagræða enn frekar 22. október 2006 08:45 Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira