Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur 22. október 2006 08:30 Anna Bågenheim, Torvind Næsvind „Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“ Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent