N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 16:03 N1 mótið hét áður Esso-mótið og hefur verið fastur liður hjá ungum drengjum í fótbolta. Instagram Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna. Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna.
Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira