Nýr aðstoðarmaður ráðherra sinnir starfinu með skóla Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 20:28 Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, segist hlakka til að takast á við starfið. Mynd/Utanríkisráðuneytið „Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Þetta kom bara skemmtilega á óvart og ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Greint var frá ráðningu Gauta, sem er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrr í kvöld. „Það var bara haft samband við mig,“ segir Gauti, aðspurður hvernig þessi ráðning hafi komið til. „Ég er bara mjög ánægður að geta, fyrir hönd ungs fólks, komið á framfæri rödd okkar í stjórnsýslunni.“ Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir. „Annars hef ég látið að mér kveða í umhverfismálum, hef skipulagt ruslahreinsun á Hornströndum tvö ár í röð og ýmislegt,“ segir hann.Alltaf fylgst vel með utanríkismálum Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í utanríkisráðuneytinu að minnsta kosti út þessa önn á meðan hann klárar þau námskeið sem hann er nú skráður í. Aðspurður hvað starfið feli í sér, segist hann einfaldlega ætla að aðstoða ráðherrann eftir bestu getu í því sem honum er falið. Hann segist ekki vita hvort hann muni ferðast mikið í starfi sínu. Að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins hefur Gauti starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum. En hefur hinn nýi aðstoðarmaður utanríkisráðherra einhverja reynslu af utanríkismálum? „Ég hef allavega mjög mikinn áhuga á þeim,“ segir hann. „Ég fór í eitt ár í reisu til Afríku og Asíu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á, og fylgst vel með, utanríkismálum.“Líkt og fram kom í samantekt Fréttablaðsins á launagreiðslum til aðstoðarmanna ráðherra árið 2014, njóta allir aðstoðarmenn sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar laga um Stjórnarráð Íslands sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Gunnar Bragi er fyrir með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.
Tengdar fréttir Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli. 23. apríl 2015 18:45
204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15
22 ára nemi ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra Gauti Geirsson hóf störf í dag. 8. febrúar 2016 18:02