204 milljónir í laun aðstoðarmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. desember 2014 11:15 Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira