Innlent

Átta enn inniliggjandi eftir að hafa batnað af Covid-19

Andri Eysteinsson skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.

Átta eru inniliggjandi á Landspítalanum sem er batnað af Covid-19 sjúkdómnum en glíma enn við afleiðingar sýkingarinnar, þó sjúklingarnir mælist ekki lengur jákvæðir fyrir Covid sýkingu. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á daglegum upplýsingafulltrúa Almannavarna vegna faraldurs kórónuveirunnar.

„Fólk er að ná upp fyrri styrk, til dæmis eftir gjörgæslulegu þar sem fólk er svæft. Það þarf að ná lungnastarfsemi upp á ný. Það eru einnig vandamál tengd blóðstorku. Eftirköstin eru af ýmsu tagi. Það er ekki rétt að hætta að telja það fólk með eingöngu vegna þess að það sé ekki lengur jákvætt fyrir veirunni,“ sagði Páll og sagði svo vera þar sem að ástæða fyrir sjúkrahúsveru þeirra enn vera þá að þau veiktust upphaflega af kórónuveirunni.

Alma Möller landlæknir sagði ljóst að sýkingin herjaði á fjölda líffæra, mest þó á lungun. „Það er hægt að vera með einkenni í meltingarvegi, einkenni frá heila, hægt að fá nýrnabilun, áhrif á lifur og áhrif á storkukerfi,“ sagði Alma.

Sjúkdómsmyndin væri flókin og gæti farið út í það sem kallast fjölkerfabilun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.