2,6 milljarða sekt fyrir samráð 29. október 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarðar króna frá því samkeppnislögin tóku gildi árið 1993 til 18. desember 2001, þegar Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá félögunum. Í niðurstöðu ráðsins segir að olíufélögin hafi verið í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli og stjórnendur olíufélaganna hafi hist til að skipuleggja og taka ákvarðanir sem voru hluti af hinu ólöglega samráði. Sektin var ákveðin 1,1 milljarður á hvert félag en vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við að upplýsa brot olíufélaganna lækkaði sekt Essó í 605 milljónir og sekt Olís í 880 milljónir króna. Skeljungur uppfyllti ekki skilyrði til að njóta afsláttar og greiðir því 1,1 milljarð króna í ríkissjóð. Við ákvörðun sektarupphæðarinnar hafði Samkeppnisráð meðal annars hliðsjón af umfangi samráðsins og brotavilja olíufélaganna. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. "Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda teljum við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira