Innlent

Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku

Jakob Bjarnar skrifar
María Mjöll. Þau hjá utanríkisráðuneytinu standa í ströngu, hafa haft samband við Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu og kannað hug þeirra, hvort þeir kjósi að koma heim. Þeim upplýsingum er svo miðlað til Icelandair sem skipuleggur ferðir sem byggja á þeim upplýsingum.
María Mjöll. Þau hjá utanríkisráðuneytinu standa í ströngu, hafa haft samband við Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu og kannað hug þeirra, hvort þeir kjósi að koma heim. Þeim upplýsingum er svo miðlað til Icelandair sem skipuleggur ferðir sem byggja á þeim upplýsingum. visir/vilhelm

Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú.

Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. 

Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér.

Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku.

Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“

Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“

María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.