Ef María kemst áfram verður Ísland í úrslitum í 8. skiptið í röð Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2015 17:30 María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín. Vísir/EPA María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband. Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03
Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47