„Hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 19:56 Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum. Þá muni tekjuskattsjöfnun sem felur í sér heimild til þess að jafna tap þess árs á móti hagnaði síðasta árs nýtast einhverjum. Hins vegar nái aðgerðirnar aðeins til um 15 prósent af atvinnulífinu, eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á, og nú sé beðið með óþreyju eftir svörum við stórum spurningum sem snúa að hinni svokölluðu hlutabótaleið og útfærslu á brúarlánum sem kynnt voru í mars síðastliðnum. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ segir Kristófer í samtali við Vísi og kveðst aðspurður treysta því að nú sé verið að horfa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna. Þyrfti að fella niður eða fresta öllum greiðslum þar til hótelin opna á ný „Það er það sem ég treysti að menn séu að gera núna, að horfa á ferðaþjónustuna fyrst og fremst. Þetta hafa verið almennar aðgerðir sem hafa verið kynntar og núna eru menn að velta fyrir sér sértækari aðgerðum. Það blasir við að númer eitt þarf flugið að virka og númer tvö þá þurfa hótelin að virka, það er stóri grunnurinn í ferðaþjónustunni. Svo koma bílaleigubílar, rútur, afþreyingin og annað, það er ekki síður nauðsynlegt, en þegar þú bókar ferð til Íslands þá þarftu að hafa flug og gistingu.“ Aðspurður hvaða aðgerðir myndu til að mynda gagnast Center hotels best segir Kristófer: „Það sem við erum búin að gera er að loka sex hótelum af sjö. Við þurfum að geta slökkt á ofnunum og fellt niður eða frestað öllum greiðslum þangað til að hótelin opna aftur. Mér finnst ekki óeðlilegt að á meðan landið er í raun lokað þá komi menn sér saman um að snúa bökum saman og deila byrðunum.“ En óttastu gjaldþrot hjá hótelum og gistiheimilum? „Það er líklega best að nálgast þetta út frá því að á þokkalegu ári koma til landsins tvær milljónir ferðamanna. Ef við verðum með 600 til 800 þúsund ferðamenn í ár þá segir það sig sjálft að það sé ekki pláss fyrir alla á markaðnum. Nú er því lag að taka skuggahagkerfið föstum tökum, en það hefur lengi verið þyrnir í augum hótelmanna og margra annarra,“ segir Kristófer. Stjórnvöld þurfi að veita svör fyrir mánaðamót Nánast allir starfsmenn Center hotels eru í hlutabótaleiðinni í 25 prósent starfshlutfalli. Kristófer segir að stjórnvöld þurfi að svara því fyrir mánaðamót hvernig framhaldið verður varðandi þessa leið. „Núna er atvinnuleysistryggingasjóður með 75 prósent af launum fólks en hann þyrfti að taka hin 25 líka, þá gætum við haldið ráðningarsambandinu við okkar góða fólk. En ef það eru lítil sem engin viðskipti fram undan í heilt ár og engar tekjur þá taka 25 prósentin í á meðan tekjurnar eru núll. Við höfum nefnt það að einn möguleikinn er að hækka hlutfallið upp í 90 prósent, annar möguleikinn er að fyrirtæki sem sjá ekki fram á að það verði viðskipti að þau geti sagt upp fólki á þessari hlutabótaleið, þetta eru allt leiðir sem menn þurfa að skoða,“ segir Kristófer. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum. Þá muni tekjuskattsjöfnun sem felur í sér heimild til þess að jafna tap þess árs á móti hagnaði síðasta árs nýtast einhverjum. Hins vegar nái aðgerðirnar aðeins til um 15 prósent af atvinnulífinu, eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á, og nú sé beðið með óþreyju eftir svörum við stórum spurningum sem snúa að hinni svokölluðu hlutabótaleið og útfærslu á brúarlánum sem kynnt voru í mars síðastliðnum. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ segir Kristófer í samtali við Vísi og kveðst aðspurður treysta því að nú sé verið að horfa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna. Þyrfti að fella niður eða fresta öllum greiðslum þar til hótelin opna á ný „Það er það sem ég treysti að menn séu að gera núna, að horfa á ferðaþjónustuna fyrst og fremst. Þetta hafa verið almennar aðgerðir sem hafa verið kynntar og núna eru menn að velta fyrir sér sértækari aðgerðum. Það blasir við að númer eitt þarf flugið að virka og númer tvö þá þurfa hótelin að virka, það er stóri grunnurinn í ferðaþjónustunni. Svo koma bílaleigubílar, rútur, afþreyingin og annað, það er ekki síður nauðsynlegt, en þegar þú bókar ferð til Íslands þá þarftu að hafa flug og gistingu.“ Aðspurður hvaða aðgerðir myndu til að mynda gagnast Center hotels best segir Kristófer: „Það sem við erum búin að gera er að loka sex hótelum af sjö. Við þurfum að geta slökkt á ofnunum og fellt niður eða frestað öllum greiðslum þangað til að hótelin opna aftur. Mér finnst ekki óeðlilegt að á meðan landið er í raun lokað þá komi menn sér saman um að snúa bökum saman og deila byrðunum.“ En óttastu gjaldþrot hjá hótelum og gistiheimilum? „Það er líklega best að nálgast þetta út frá því að á þokkalegu ári koma til landsins tvær milljónir ferðamanna. Ef við verðum með 600 til 800 þúsund ferðamenn í ár þá segir það sig sjálft að það sé ekki pláss fyrir alla á markaðnum. Nú er því lag að taka skuggahagkerfið föstum tökum, en það hefur lengi verið þyrnir í augum hótelmanna og margra annarra,“ segir Kristófer. Stjórnvöld þurfi að veita svör fyrir mánaðamót Nánast allir starfsmenn Center hotels eru í hlutabótaleiðinni í 25 prósent starfshlutfalli. Kristófer segir að stjórnvöld þurfi að svara því fyrir mánaðamót hvernig framhaldið verður varðandi þessa leið. „Núna er atvinnuleysistryggingasjóður með 75 prósent af launum fólks en hann þyrfti að taka hin 25 líka, þá gætum við haldið ráðningarsambandinu við okkar góða fólk. En ef það eru lítil sem engin viðskipti fram undan í heilt ár og engar tekjur þá taka 25 prósentin í á meðan tekjurnar eru núll. Við höfum nefnt það að einn möguleikinn er að hækka hlutfallið upp í 90 prósent, annar möguleikinn er að fyrirtæki sem sjá ekki fram á að það verði viðskipti að þau geti sagt upp fólki á þessari hlutabótaleið, þetta eru allt leiðir sem menn þurfa að skoða,“ segir Kristófer.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira