„Hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 19:56 Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum. Þá muni tekjuskattsjöfnun sem felur í sér heimild til þess að jafna tap þess árs á móti hagnaði síðasta árs nýtast einhverjum. Hins vegar nái aðgerðirnar aðeins til um 15 prósent af atvinnulífinu, eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á, og nú sé beðið með óþreyju eftir svörum við stórum spurningum sem snúa að hinni svokölluðu hlutabótaleið og útfærslu á brúarlánum sem kynnt voru í mars síðastliðnum. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ segir Kristófer í samtali við Vísi og kveðst aðspurður treysta því að nú sé verið að horfa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna. Þyrfti að fella niður eða fresta öllum greiðslum þar til hótelin opna á ný „Það er það sem ég treysti að menn séu að gera núna, að horfa á ferðaþjónustuna fyrst og fremst. Þetta hafa verið almennar aðgerðir sem hafa verið kynntar og núna eru menn að velta fyrir sér sértækari aðgerðum. Það blasir við að númer eitt þarf flugið að virka og númer tvö þá þurfa hótelin að virka, það er stóri grunnurinn í ferðaþjónustunni. Svo koma bílaleigubílar, rútur, afþreyingin og annað, það er ekki síður nauðsynlegt, en þegar þú bókar ferð til Íslands þá þarftu að hafa flug og gistingu.“ Aðspurður hvaða aðgerðir myndu til að mynda gagnast Center hotels best segir Kristófer: „Það sem við erum búin að gera er að loka sex hótelum af sjö. Við þurfum að geta slökkt á ofnunum og fellt niður eða frestað öllum greiðslum þangað til að hótelin opna aftur. Mér finnst ekki óeðlilegt að á meðan landið er í raun lokað þá komi menn sér saman um að snúa bökum saman og deila byrðunum.“ En óttastu gjaldþrot hjá hótelum og gistiheimilum? „Það er líklega best að nálgast þetta út frá því að á þokkalegu ári koma til landsins tvær milljónir ferðamanna. Ef við verðum með 600 til 800 þúsund ferðamenn í ár þá segir það sig sjálft að það sé ekki pláss fyrir alla á markaðnum. Nú er því lag að taka skuggahagkerfið föstum tökum, en það hefur lengi verið þyrnir í augum hótelmanna og margra annarra,“ segir Kristófer. Stjórnvöld þurfi að veita svör fyrir mánaðamót Nánast allir starfsmenn Center hotels eru í hlutabótaleiðinni í 25 prósent starfshlutfalli. Kristófer segir að stjórnvöld þurfi að svara því fyrir mánaðamót hvernig framhaldið verður varðandi þessa leið. „Núna er atvinnuleysistryggingasjóður með 75 prósent af launum fólks en hann þyrfti að taka hin 25 líka, þá gætum við haldið ráðningarsambandinu við okkar góða fólk. En ef það eru lítil sem engin viðskipti fram undan í heilt ár og engar tekjur þá taka 25 prósentin í á meðan tekjurnar eru núll. Við höfum nefnt það að einn möguleikinn er að hækka hlutfallið upp í 90 prósent, annar möguleikinn er að fyrirtæki sem sjá ekki fram á að það verði viðskipti að þau geti sagt upp fólki á þessari hlutabótaleið, þetta eru allt leiðir sem menn þurfa að skoða,“ segir Kristófer. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum. Þá muni tekjuskattsjöfnun sem felur í sér heimild til þess að jafna tap þess árs á móti hagnaði síðasta árs nýtast einhverjum. Hins vegar nái aðgerðirnar aðeins til um 15 prósent af atvinnulífinu, eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á, og nú sé beðið með óþreyju eftir svörum við stórum spurningum sem snúa að hinni svokölluðu hlutabótaleið og útfærslu á brúarlánum sem kynnt voru í mars síðastliðnum. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ segir Kristófer í samtali við Vísi og kveðst aðspurður treysta því að nú sé verið að horfa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna. Þyrfti að fella niður eða fresta öllum greiðslum þar til hótelin opna á ný „Það er það sem ég treysti að menn séu að gera núna, að horfa á ferðaþjónustuna fyrst og fremst. Þetta hafa verið almennar aðgerðir sem hafa verið kynntar og núna eru menn að velta fyrir sér sértækari aðgerðum. Það blasir við að númer eitt þarf flugið að virka og númer tvö þá þurfa hótelin að virka, það er stóri grunnurinn í ferðaþjónustunni. Svo koma bílaleigubílar, rútur, afþreyingin og annað, það er ekki síður nauðsynlegt, en þegar þú bókar ferð til Íslands þá þarftu að hafa flug og gistingu.“ Aðspurður hvaða aðgerðir myndu til að mynda gagnast Center hotels best segir Kristófer: „Það sem við erum búin að gera er að loka sex hótelum af sjö. Við þurfum að geta slökkt á ofnunum og fellt niður eða frestað öllum greiðslum þangað til að hótelin opna aftur. Mér finnst ekki óeðlilegt að á meðan landið er í raun lokað þá komi menn sér saman um að snúa bökum saman og deila byrðunum.“ En óttastu gjaldþrot hjá hótelum og gistiheimilum? „Það er líklega best að nálgast þetta út frá því að á þokkalegu ári koma til landsins tvær milljónir ferðamanna. Ef við verðum með 600 til 800 þúsund ferðamenn í ár þá segir það sig sjálft að það sé ekki pláss fyrir alla á markaðnum. Nú er því lag að taka skuggahagkerfið föstum tökum, en það hefur lengi verið þyrnir í augum hótelmanna og margra annarra,“ segir Kristófer. Stjórnvöld þurfi að veita svör fyrir mánaðamót Nánast allir starfsmenn Center hotels eru í hlutabótaleiðinni í 25 prósent starfshlutfalli. Kristófer segir að stjórnvöld þurfi að svara því fyrir mánaðamót hvernig framhaldið verður varðandi þessa leið. „Núna er atvinnuleysistryggingasjóður með 75 prósent af launum fólks en hann þyrfti að taka hin 25 líka, þá gætum við haldið ráðningarsambandinu við okkar góða fólk. En ef það eru lítil sem engin viðskipti fram undan í heilt ár og engar tekjur þá taka 25 prósentin í á meðan tekjurnar eru núll. Við höfum nefnt það að einn möguleikinn er að hækka hlutfallið upp í 90 prósent, annar möguleikinn er að fyrirtæki sem sjá ekki fram á að það verði viðskipti að þau geti sagt upp fólki á þessari hlutabótaleið, þetta eru allt leiðir sem menn þurfa að skoða,“ segir Kristófer.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira