Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2020 10:44 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38