„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 18:45 Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira