Meira en bara vampýrusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. desember 2013 11:00 Þorsteinn Mar segir enga af öllum þeim bíómyndum sem gerðar hafa verið um Drakúla komast í hálfkvisti við söguna sjálfa. Fréttablaðið/Valli Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“ Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira