Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2020 23:15 Verkefnum lögreglu hefur fækkað en útköllin eru tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Vísir/Jóhann K. Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Sex prósent allra lögreglumanna hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun eftir útköll vegna veirunnar. Samkvæmt samantekt embættis Ríkislögreglustjóra fyrir fréttastofu um þróun verkefna lögreglu á landsvísu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom til landsins má sjá merkjanleg fækkun í útköllum. Fjöldi útkalla í ofbeldismálum hjá lögreglu á landsvísu frá 1. janúar 2020 til 20. apríl 2020. Fjöldi verkefna í sama flokki árin á undan.Stöð 2/Hafsteinn Í völdum flokkum sem teknir voru saman má sjá að heimilisofbeldismálum hefur fjölgað þó nokkuð á milli áranna 2019 og 2020 en á móti hefur útköllum vegna ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila fækkað. Þá hefur útköllum vegna leitar eða eftirgrennslan eftir fólki fækkað um nærri fjórðung á síðustu fjórum árum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Útköllin tímafrekari og erfiðari úrlausnar „Heildar fjöldi mála hefur fækkað. Mikið af minni málum eru horfin en það eru komin mál sem eru erfiðari úrlausnar. Heimilisofbeldismál, mál sem tengjast börnum og grófari ofbeldismál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Fíkniefnamálum hefur fækkað mikið og hafa ekki verið færri síðustu fjögur ár ef sama tímabil er skoðað.Stöð 2/Hafsteinn Athygli vekur að útköllum vegna auðgunarbrota hefur fækkað mikið frá því í febrúar. Þá hafa fíkniefnamál, þar með talin stórfeld fíkniefnamál hafa ekki verið færri frá árinu 2017 en að sama skapi hefur ofbeldisbrotum fjölgað umtalsvert frá síðasta ári á sama tímabili. „Það er harka í undirheimunum og það hefur ekkert breyst,“ segir Víðir. Verklag hefur breyst eftir að veiran kom til landsins Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig breytt verklagi lögreglu í útköllum. Víðir segir að um 6% lögreglumanna hafi þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna mála sem þeir hafa komið að. „Miklu fleiri sem hafa þurft að fara í svokallaða biðsóttkví, þar sem þeir hafa komið að málum þar sem að grunur leikur á Covid-smiti og þar afleiðandi þurft að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku,“ segir Víðir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira