Innlent

Sveinn Björnsson látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Björnsson starfaði í utanríkisþjónustunni um árabil.
Sveinn Björnsson starfaði í utanríkisþjónustunni um árabil.

Sveinn Björnsson, sendiherra og fyrrverandi forsetaritari, er látinn 77 ára að aldri. Hann lést á Sóltúni í Reykjavík þann 23. mars að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.

Sveinn fæddist í Washington 12. desember 1942 en ólst upp í Reykjavík. Að loknu námi í Menntaskólanum í Reykjavík lærði hann heimspeki við Háskóla Íslands, stjórnmálafræði í Manchester og við Sorbonne háskólann í París.

Sveinn Björnsson, til hægri, ásamt Halldóri Ásgrímssyni þáverandi utanríkisráðherra.Utanríkisráðuneytið

Hann varð sendiráðsfulltrúi við sendiráð Íslands í París 1968 og starfaði næstu áratugi í utanríkisþjónustunni. Hann varð forsetaritari frú Vigdísar Finnbogadóttur árið 1991 og síðar sendiherra Íslands hjá Evrópuráðinu. Loks varð hann sendiherra Íslands í Vínarborg árið 2004.

Sveinn fékk heilablóðfall árið 2010 og bjó á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík eftir það.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.