Segir frá veikindunum: „Ég var hreinlega við það að missa vonina“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 20:19 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. „Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira