Innlent

Sjómenn komu til aðstoðar vegna leka á Skagafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæsla Íslands

Leki kom að tíu metra löngum fiskibát á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn er um borð og sagði hann í samskiptum við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að leikinn væri talsverður. Landhelgisgæslan óskaði eftir því að áhafnir fiskiskipa og báta í grenndinni kæmu manninum til aðstoðar á meðan verið væri að ræsa út sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni brugðust þær áhafnir mjög skjótt við. Rúmum tuttugu mínútum eftir neyðarkallið var búið að koma fiskibátnum í tog verið að draga hann á Sauðárkrók.

Slökkvilið bæjarins mun svo dæla upp úr bátnum þegar þangað er komið. Landhelgisgæslan færir þakkir til þeirra sem að málinu komu, fyrir skjót viðbrögð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×